Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 04. október 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Henrik Larsson og Sol Campbell vilja stjórastarfið hjá Southend
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar greina frá því að atvinnumennirnir fyrrverandi Henrik Larsson og Sol Campbell hafi áhuga á stjórastarfinu hjá Southend United.

Southend er aðeins með fjögur stig eftir tíu umferðir í D-deildinni og var Kevin Bond rekinn úr stjórastólnum á dögunum.

Campbell hefur verið án starfs eftir að hann hætti hjá Macclesfield í ágúst. Hann gerði frábæra hluti hjá Macclesfield en neyddist til að hætta vegna fjárhagsvandræða félagsins. Hermann Hreiðarsson var aðstoðarmaður hans í sumar.

Larsson er goðsögn í Svíþjóð og gerði garðinn frægan hjá Celtic sem leikmaður. Hann lék einnig fyrir Barcelona og Manchester United áður en hann lagði skóna á hilluna.

Hann stýrði Landskrona frá 2010 til 2012 og hefur einnig verið við stjórnvölinn hjá Falkenberg og Helsingborg. Þá hefur hann reynslu að baki sem aðstoðarþjálfari hjá Högaborg og Ängelholm.
Athugasemdir
banner
banner