Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 04. október 2019 20:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland tapaði stórt í Frakklandi
Icelandair
Lokatölur 4-0 fyrir Frakkland.
Lokatölur 4-0 fyrir Frakkland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eugenie Le Sommer gerði tvennu fyrir Frakkland.
Eugenie Le Sommer gerði tvennu fyrir Frakkland.
Mynd: Getty Images
Frakkland 4 - 0 Ísland
1-0 Eugenie Le Sommer ('4)
2-0 Eugenie Le Sommer ('16)
3-0 Delphine Cascarino ('66)
4-0 Amel Majri ('85)

Íslenska kvennalandsliðið þurfti að sætta sig við tap gegn sterku liði Frakklands í vináttulandsleik í Nimes í kvöld.

Frakkland byrjaði með nokkuð sterkt lið í leiknum og ein af betri leikmönnum liðsins, Eugenie Le Sommer lét til sín taka í byrjun leiksins. Hún kom Frökkum í forystu eftir aðeins fjórar mínútur.

Le Sommer, sem leikur með mögnuðu liði Lyon, skoraði aftur á 17. mínútu með góðu skoti. Staðan orðin 2-0 og þannig var hún í hálfleik.

Ísland komst ekki mikið áleiðis í leiknum. Á 66. mínútu skoraði Delphine Cascarino, sem einnig leikur með Lyon, þriðja mark Frakka. Amel Majri, sem kom inn af bekknum, lagði upp markið fyrir Cascarino og hún skoraði svo fjórða markið á 85. mínútu.

Þess má geta að Majri leikur einnig fyrir Evrópumeistara Lyon. Allir markaskorara Frakklands í kvöld leikmenn Lyon.

Ekki urðu mörkin fleiri og lokatölur 4-0 fyrir Frakkland. Sigurinn mjög sannfærandi.

Næsta verkefni Íslands er gegn Lettlandi á þriðjudaginn. Sá leikur er í undankeppni EM 2021 þar sem Ísland hefur unnið báða leiki sína til þessa.

Sjá einnig:
Jón Þór: Frábært að máta okkur gegn svona öflugu liði

Lið Ísland:
Sandra Sigurðardóttir (m)
Ingibjörg Sigurðardóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Sif Atladóttir (Guðný Árnadóttir '46)
Hallbera Guðný Gísladóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir (f) (Margrét Lára Viðarsdóttir '60)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Dagný Brynjarsdóttir '73)
Alexandra Jóhannsdóttir
Hlín Eiríksdóttir (Sandra María Jessen '60)
Elín Metta Jensen (Berglind Björg Þorvaldsdóttir '60)
Fanndís Friðriksdóttir (Svava Rós Guðmundsdóttir '60)



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner