Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 04. október 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland um helgina - Kvennalandsliðin eiga leiki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru tveir leikir á dagskrá hjá íslenskum kvennalandsliðum þessa helgi.

Í dag á A-landsliðið æfingaleik við Frakkland og er það upphitunarleikur fyrir leikinn gegn Lettlandi sem fer fram á þriðjudaginn.

Franska landsliðið er meðal þeirra bestu í heimi og ljóst að þetta verður erfiður leikur fyrir Stelpurnar okkar.

Á morgun er keppnisleikur á dagskrá hjá U19 landsliði kvenna. Liðið mætir Kasakstan í undanriðli fyrir EM á næsta ári.

Þetta er aðeins fyrsti undanriðillinn en tvö lið fara áfram og upp í milliriðil. Íslenska liðið á mikla möguleika eftir auðveldan 6-0 sigur gegn Grikklandi í fyrstu umferð.

Síðasti leikurinn í undanriðlinum er á þriðjudaginn. Það verður afar þung þraut gegn frábæru liði Spánverja.

Föstudagur:
19:00 Frakkland - Ísland

Laugardagur:
14:00 Ísland U19 - Kasakstan U19
Athugasemdir
banner
banner
banner