Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 04. október 2019 09:30
Mist Rúnarsdóttir
Jón Stefán er hættur þjálfun Tindastóls
Jónsi er hættur sem þjálfari Tindastóls
Jónsi er hættur sem þjálfari Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Stefán Jónsson er hættur sem annar þjálfari Tindastóls eftir tvö ár og mjög góðan árangur hjá félaginu. Jón Stefán, eða Jónsi, eins og hann er jafnan kallaður tók við Tindastól haustið 2017 og stýrði þeim upp úr 2. deild á sínu fyrsta ári.

Í ár var liðið svo spútniklið Inkasso-deildarinnar en nýliðarnir voru í séns á að komast upp í Pepsi Max-deildina allt til lokamínútna mótsins.

Nú hefur Jónsi hinsvegar ákveðið að stíga til hliðar og samþjálfari hans undanfarin tvö ár, Guðni Þór Einarsson, verður einn aðalþjálfari.

„Ég er búsettur á Akureyri og þurfti af bæði fjölskyldu og atvinnuástæðum að láta af störfum. Mér fannst ég ekki geta sinnt starfinu eins og stelpurnar og Guðni hefðu átt skilið. Þessi frábæri hópur innan vallar sem og utan á skilið þjálfara sem getur gefið sig allan í verkefnið. Ég mun sakna þess mikið að vinna ekki með þeim og Guðna áfram,“ sagði Jónsi um ákvörðunina.

„Framhaldið er óráðið en ég er ekki hættur að þjálfa þó það gæti verið að eins árs frí frá meistaraflokksþjálfun sé framundan,“ sagði Jónsi ennfremur aðspurður um framhaldið.
Athugasemdir
banner
banner
banner