fös 04. október 2019 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp telur að Leicester geti endað á meðal fjögurra efstu
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, telur að Leicester geti endað í einu af efstu fjórum sætum ensku úrvalsdeildarinnar og þar með náð Meistaradeildarsæti.

Liverpool tekur á móti Leicester í áhugaverðum leik í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Leicester er í þriðja sæti deildarinnar eftir góða byrjun.

„Það lítur þannig út, 100%," sagði Klopp spurður að því hvort Leicester gæti náð topp fjórum. „Það er enginn munur á Leicester og þessum sex stóru liðum, fyrir utan kannski nafnið."

„Markvörðurinn er enn þarna, það er enginn með efasemdir um hann. Vörnin er sterk í öllum stöðum, miðjumennirnir eru skapandi og duglegir, framarlega á vellinum eru þeir skapandi og mjög beinskeyttir líka. Svona býrðu til lið."

Sjá einnig:
Rodgers ekki bitur eftir brottrekstur frá Liverpool - Leigir Klopp húsið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner