Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 04. október 2019 12:27
Magnús Már Einarsson
Í beinni: Landsliðshópurinn gegn Frökkum og Andorra tilkynntur
Fréttamannafundur 13:15
Icelandair
Erik Hamren tilkynnir hópinn í dag.
Erik Hamren tilkynnir hópinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, tilkynnir klukkan 13:15 í dag landsliðshópinn sem mætir Frakklandi og Andorra í undankeppni EM.

Fréttamannafundurinn verður í beinni Twitter-lýsingu og sýndur beint á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook

Heimsmeistarar Frakka koma í heimsókn á Laugardalsvöll föstudaginn eftir viku og Andorra mætir í heimsókn mánudagskvöldið 14. október.

Líklegt er að Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson komi aftur í hópinn eftir að hafa misst af leikjunum gegn Moldóvu og Albaníu í síðasta mánuði vegna meiðsla.

Ljóst er að Albert Guðmundsson verður ekki í hópnum en hann er fótbrotinn og verður frá keppni í 4-5 mánuði.

Þá meiddist Hörður Björgvin Magnússon í leik CSKA Moskvu og Espanyol í gær og óvíst er með þátttöku hans.

Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson eru ennþá félagslausir en þeir voru báðir í byrjunarliðinu í síðasta leik gegn Albaníu.



Athugasemdir
banner
banner
banner