Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 04. október 2019 09:16
Magnús Már Einarsson
Manchester United vildi ekki Martinelli
Powerade
Gabriel Martinelli skoraði tvö í gær.
Gabriel Martinelli skoraði tvö í gær.
Mynd: Getty Images
Eriksen vill fara til Real Madrid.
Eriksen vill fara til Real Madrid.
Mynd: Getty Images
BBC hefur tekið allt helsta slúðrið úr ensku blöðunum saman á þessum fína föstudegi.



Callum Wilson (27) framherji Bournemouth og Mario Mandzukic (33) framherji Juventus eru á óskalista Manchester United fyrir janúar. (Sky Sports)

Christian Eriksen, miðjumaður Tottenham, vonast til að ganga í raðir Real Madrid. Umboðsmaður hans ætlar að funda með Real Madrid um helgina. (Star)

Maurizio Sarri, þjálfari Juventus, vill fá Willian frá sínu gamla félagi Chelsea. Willian verður samningslaus næsta sumar. (Calciomercato)

Martin Ödegaard (20) vonast til að snúa aftur til Real Madrid eftir lánsdvöl hjá Real Sociedad. Norðmaðurinn hefur verið orðaður við Liverpool og Manchester United. (Goal)

Manchester United hafnaði boði um að fá brasilíska framherjann Gabriel Martinelli (18) í sumar. Martinelli gekk í raðir Arsenal þar sem hann hefur skorað fjögur mörk í þremur leikjum. (Mirror)

Fabio Capello segist hafa reynt að fá Lionel Messi (32) á láni frá Barcelona þegar hann var þjálfari Juventus. (Mail)

Chris Hughton, fyrrum stjóri Brighton, hefur hafnað boði um að taka við Stoke City. (Mirror)

Inter samdi ekki um mögulegt kaupverð í framtíðinni þegar Alexis Sanchez (30) kom frá Manchester United. Önnur lið voru inni í myndinni og Inter vildi ekki tefja það að ganga frá lánssamningi. (Calciomercaoto)

Real Madrid íhugaði að fá Antonio Conte í þjálfarastólinn áður en hann tók við Inter í sumar. (Calciomercato)

Leicester ætlar að reyna að fá tyrkneska miðjumanninn Burak Ince (15) en Manchester City, Lille og Freiburg hafa einnig áhuga. (fotospor)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner