Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 04. október 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Mane: Þurfum að læra og spila betur gegn Leicester
Mane fagnar marki.
Mane fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Sadio Mane, leikmaður Liverpool, segir að liðið verði að læra af leiknum gegn Red Bull Salzburg í Meistaradeildinni í vikunni og spila betur þegar Leicester kemur í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Liverpool vann Salzburg 4-3 í vikunni eftir að hafa misst niður 3-0 forskot í leiknum. Þetta er einungis í annað skipti síðan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2018 sem liðið fær meira en tvö mörk á sig í leik.

„Ef við viljum vinna þá þurfum við að spila betur því við vitum að Leicester er með mjög sterkt og gott lið, sérstaklega á þessu tímabili," sagði Mane.

„Við munum að sjálfsögðu læra af þessu (leiknum gegn Salzburg) og vera klárir á laugardaginn. Það er risaleikur fyrir okkur. Þetta kennir okkur að vera á tánum í næsta leik."

„Mér fannst við byrja tímabilið mjög vel og við erum mjög gott lið. Ef við viljum vinna þá, þá verðum við að vera 100% klárir."

Athugasemdir
banner
banner