fös 04. október 2019 13:50
Arnar Daði Arnarsson
Rúnar Alex gæti misst af landsleikjunum - Er að verða pabbi
Icelandair
Rúnar Alex
Rúnar Alex
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren landsliðsþjálfari Íslands hefur opinberað hópinn sem mætir Frakklandi og Andorra á Laugardalsvelli í undankeppni HM.

Heimsmeistarar Frakka koma í heimsókn á Laugardalsvöll föstudaginn eftir viku og Andorra mætir í heimsókn mánudagskvöldið 14. október.

Rúnar Alex Rúnarsson markvörður Dijon í Frakklandi er einn af þremur markvörðum íslenska landsliðsins. Hann gæti þó misst af landsleikjunum en hann á von á sínu fyrsta barni í næstu viku.

„Rúnar Alex er spurningarmerki. Hann er að fara eignast barn í næstu viku og við munum sjá hvernig það fer. Ef hann verður búinn að eignast barnið fyrir sunnudag þá kemur hann, annars verður hann áfram hjá kærustunni sinni," sagði Erik Hamren landsliðsþjálfari á fréttamannafundi sem haldinn var á Laugardalsvellinum í hádeginu í dag.

Ingvar Jónsson markvörður Viborg í Danmörku kemur þá inn í landsliðshópinn ef Rúnar Alex dregur sig úr hópnum. Hamren tilkynnti það einnig á fundinum.

Sjáðu landsliðshópinn hér.


Athugasemdir
banner
banner