Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 04. október 2019 20:22
Magnús Már Einarsson
Sigríður Lára áfram hjá ÍBV - Fatma Kara á leiðinni
Sigríður Lára Garðarsdóttir.
Sigríður Lára Garðarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur samið við ÍBV um að leika áfram með liðinu á næsta tímabili en þetta staðfesti Andri Ólafsson þjálfari liðsins í samtali við Fótbolta.net í kvöld.

Sigíður Lára hefur í áraraðir verið lykilmaður í liði ÍBV en önnur lið í Pepsi Max-deildinni sýndu henni áhuga eftir tímabilið.

Hin 25 ára gamla Sigríður Lára á átján A-landsleiki að baki en hún hefur skorað 22 mörk í 143 leikjum með ÍBV í efstu deild.

Þá staðfesti Andri að tyrkneska landsliðskonan Fatma Kara sé líklega að ganga í raðir ÍBV.

Fatma er 28 ára miðjumaður en hún hefur undanfarin tvö ár verið lykilmaður í liði HK/Víkings í Pepsi Max-deildinni.

ÍBV endaði í 8. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar en Andri tók á dögunum við þjálfun liðsins af Jóni Óla Daníelssyni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner