Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 04. október 2019 10:22
Magnús Már Einarsson
Solskjær um Williams: Topp frammistaða
Guttinn átti góða frumraun í gær.
Guttinn átti góða frumraun í gær.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hrósaði vinstri bakverðinum Brandon Williams í hástert eftir markalausa jafneflið gegn AZ Alkmaar í Evrópudeildinni í gær.

Williams var að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði Manchester United.

„Þetta var topp frammistaða í frumraun hans," sagði Solskjær eftir leikinn í Hollandi.

„Það var ekkert stress, hann var hugrakkur, vildi fá boltann og fara fram á við. Hann varðist frábærlega og ég er mjög ánægður með hann."

„Ég er ánægður fyrir hans hönd. Hann óttast ekkert, vill boltann, tekur leikmenn á, tæklar og er sterkur."

Athugasemdir
banner
banner