fös 04. október 2019 21:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Betis og Eibar skiptust á jafnan hlut
Fekir kom inn á sem varamaður í leiknum.
Fekir kom inn á sem varamaður í leiknum.
Mynd: Getty Images
Betis 1 - 1 Eibar
0-1 Fabian Orellana ('34 , víti)
1-1 Loren Moron ('66 )
Rautt spjald:Gonzalo Escalante, Eibar ('90)

Betis og Eibar áttust við í eina leik kvöldsins í spænsku úrvalsdeildinni, La Liga.

Gestirnir í Eibar komust yfir á 34. mínútu þegar Fabian Orellana skoraði af vítapunktinum. Mörkin urðu ekki fleiri í fyrri hálfleiknum.

Á 66. mínútu jafnaði Betis og var það Loren Moron sem skoraði markið. Nabil Fekir hafði komið inn á stuttu áður en Betis skoraði, en hann og hans liðsfélagar náðu ekki að skora fleiri mörk. Eibar gerði það ekki heldur.

Niðurstaðan var 1-1 jafntefli og skiptast liðin á jafnan hlut. Bæði eru þau með níu stig um miðja deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner