Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 04. nóvember 2019 15:49
Elvar Geir Magnússon
Aðgerð Gomes gekk gríðarlega vel
Andre Gomes ökklabrotnaði á skelfilegan hátt.
Andre Gomes ökklabrotnaði á skelfilegan hátt.
Mynd: Getty Images
Everton hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að aðgerðin sem portúgalski miðjumaðurinn Andre Gomes gekkst undir í dag hafi heppnast gríðarlega vel.

Gomes ökklabrotnaði á hrikalegan hátt í jafnteflisleik Everton og Tottenham í gær. Hann lenti illa eftir að Heung-min Son hafði brotið á honum. Gomes lenti á Serge Aurier með slæmum afleiðingum.

Í yfirlýsingunni er sagt að búist sé við því að Gomes, sem er 26 ára, muni hljóta fullan bata. Hann mun verða á sjúkrahúsi næstu daga.

Í tilkynningunni er þökkum skilað frá Gomes til allra þeirra sem hafa sýnt honum stuðning og sent hlýjar kveðjur.



Athugasemdir
banner
banner