Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 04. nóvember 2019 15:23
Elvar Geir Magnússon
Alþjóðlegt mót fyrir eldra fótboltafólk
Enn er hægt að skrá lið til þátttöku
Mynd: Aðsend
Mynd: Aðsend
Laugardaginn 9. nóvember verður alþjóðlegt knattspyrnumót, Würth Iceland – football&fun haldið í tólfta skiptið í Egilshöll á vegum Würth á Íslandi, Knattspyrnuráðs Reykjavíkur og eldri flokks Fylkis.

Á mótinu er keppt í þremur karlaflokkum; flokki karla 30 ára og eldri, karla 40 ára og eldri og 50 ára og eldri. Síðan er keppt í flokki kvenna 25 ára og eldri og 35 ára og eldri. Leikið er á ¼ velli með 6 leikmenn á vellinum í hvoru liði.
 
Alls munu 25 erlend knattspyrnulið taka þátt í mótinu frá 11 löndum. Erlendu liðin eru frá Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Nígeríu, Færeyjum, Grænlandi og Bermúdaeyjum. Þá munu einnig taka þátt í mótinu fjölmörg íslensk knattspyrnulið víðs vegar af landinu; bæði félagslið og einnig vina- og fyrirtækjalið.

Eins og fyrr segir fer mótið fram í Egilshöll frá kl. 9:00 til 16:00 laugardaginn 9. nóvember og er leikið með þeim hætti að lið ljúka leikjum sínum á tiltölulega stuttum tíma.

Um kvöldið verður svo sérstakt lokahóf í Fylkishöll þar sem m.a. verður boðið upp á glæsilegan hátíðarkvöldverð, verðlaunaafhendingu, skemmtiatriði og stuð og stemningu. Frábær danshljómsveit spilar svo fram eftir nóttu öll lögin sem fólk vill dansa eftir.

Enn er hægt að skrá lið til þátttöku á [email protected]. Hægt er að sjá allar upplýsingar um mótið á www.footballandfun.is.
Athugasemdir
banner
banner
banner