Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. nóvember 2019 21:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Championship: WBA á toppinn - Baulað á botnlið Stoke
Grady Diangana í baráttunni í leik gegn Reading. Diangana kom að báðum mörkum WBA í leiknum.
Grady Diangana í baráttunni í leik gegn Reading. Diangana kom að báðum mörkum WBA í leiknum.
Mynd: Getty Images
Stoke City 0 - 2 West Brom
0-1 Matthew Phillips ('8 )
0-2 Hal Robson-Kanu ('69 , víti)

WBA heimsótti Stoke City í lokaleik 15. umferðar ensku Championship deildarinnar. WBA var fyrir umferðina í efsta sæti deildarinnar og Stoke í neðsta sætinu.

Matt Phillips kom gestunum yfir á 8. mínútu. Grady Diangana gerði vel og sendi boltann þvert í gegnum teiginn þar sem Phillips mætti tilbúinn og kláraði auðveldlega. Markið það sjötta hjá Phillips á leiktíðinni.

Diangana var aftur á ferðinni í seinni hálfleiknum þegar hann fékk vítaspyrnu þegar Cameron Carter-Vickers tók hann niður inn í teig Stoke. Hal Robson-Kanu steig á punktinn og fór rólega að boltanum. Kanu sendi Jack Butland í rangt horn og tvöfaldaði þar með forystu WBA.

Kanu skaut í tréverkið skömmu seinna. Það kom ekki að sök þar sem Stoke tókst ekki að skora á síðustu tuttugu mínútum leiksins. WBA er því aftur á toppi deildarinnar og Stoke í neðsta sætinu.

Að leik loknum var baulað duglega á stjóralaust Stoke liðið sem er í miklu basli þessa dagana.


Athugasemdir
banner
banner