Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. nóvember 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ernir framlengir til tveggja ára við Leikni
Mynd: Haukur Gunnarsson
Leiknir Reykjavik tilkynnti í gær að félagið hefði endursamið við Erni Bjarnason.

Ernir skrifar undir tveggja ára samning við Leikni.

Ernir er uppalinn hjá Breiðabliki og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2014 í Pepsi-deildinni. Ernir lék með Fram í 1. deildinni árið eftir og Vestra í 2. deildinni árið þar á eftir.

Árið 2017 lék Ernir níu leiki fyrir Breiðablik í Pepsi-deildinni. Árið 2018 fór hann til Leiknis þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö tímabil.

Í sumar lék hann nítján leiki í Inkasso-deildinni og skoraði eitt mark. Hann var valinn leikmaður ársins af stuðningsmönnum Leiknis. Alls hefur hann leikið 90 leiki í deild og bikar og skorað í þeim fimm mörk.


Athugasemdir
banner
banner