Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 04. nóvember 2019 13:30
Magnús Már Einarsson
Everton rannsakar kynþáttafordóma í garð Son
Mynd: Getty Images
Everton er að rannsaka ásakanir um að stuðningsmaður liðsins hafi verið með kynþáttafordóma í garð Heung-Min Son í leiknum gegn Tottenham í gærkvöldi.

Andre Gomes, miðjumaður Everton, ökklabrotnaði á skelfilegan hátt í gær í kjöfar þess að Son braut á honum.

Son fór aftan í Gomes en Portúgalinn virtist síðan meiðast þegar hann lenti í grasinu og í samstuði við Serge Aurier.

Son fékk rauða spjaldið en hann var eyðilagður eftir að hann sá meiðsli Gomes og fór að gráta á vellinum.

Áhorfandi á Goodison Park er ásakaður um að hafa verið með kynþáttafordóma í garð Son eftir atvikið og það er nú til rannsóknar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner