Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 04. nóvember 2019 23:00
Aksentije Milisic
Fá stjórar að biðja um VAR?
Rætt um mögulegar breytingar á VAR í ensku úrvalsdeildinni
Firmino var hér dæmdur rangstæður.
Firmino var hér dæmdur rangstæður.
Mynd: Screenshot
Mynd: Getty Images
Stjórar í ensku úrvalsdeildinni gætu fengið leyfi til þess að óska eftir VAR. Þetta er ein af nokkrum tillögum sem verða skoðaðar á fundi í næstu viku um breytingar á VAR.

VAR hefur verið mikið gagnrýnt í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og röð atvika átt sér stað þar sem VAR virðist algjörlega klúðra málunum.

Talið er að leikur Everton gegn Tottenham og leikur Aston Villa gegn Liverpool um síðustu helgi hafi fyllt mælinn hjá mörgum. Í leik Everton og Tottenham var leikurinn stöðvaður nokkrum sinnum í töluverðan tíma en samt sem áður voru réttar ákvarðanir ekki teknar.

Þá skoraði Roberto Firmino fullkomnlega löglegt mark fyrir Liverpool gegn Aston Villa en VAR taldi hann hafa verið rangstæðan. Í kjölfarið gaf enska knattspyrnusambandið það út að handakriki Firmino hafi verið fyrir innan.

Talið er að enska knattspyrnusambandið muni mótmæla því harðlega að þessar breytingar fari í gegn en að aukin eftirfylgni með VAR muni samt sem áður eiga sér stað.

Þá hefur verið kallað eftir því að hætta með VAR í deildinni en ekki er búist við því að kosið verði um það á fundinum. Hann er einungis ætlaður til þess að ræða um breytingar.
Athugasemdir
banner
banner