Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. nóvember 2019 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Forseti Mónakó: Mbappe dreymir um að spila á Spáni
Mbappe í treyju Mónakó.
Mbappe í treyju Mónakó.
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe mun einn daginn spila með Real Madrid ef mark er tekið á orðum Vadim Vasilyev, forseta Mónakó.

Mbappe var á mála hjá Mónakó til ársins 2017 en þá var hann keyptur til PSG á metfé. Vasilyev segir að Mbappe hafi á þeim tímapunkti ekki verið tilbúinn í skrefið til Real.

Real er sagt hafa mikinn áhuga á heimsmeistaranum og má búast við tilboðum í næstu félagaskiptagluggum.

„Vadim, djúpt innra með mér finn ég á mér að núna sé of snemmt að fara," á Mbappe að hafa sagt við forsetann áður en hann fór til PSG.

„Ég vil ekki fara frá Frakklandi núna. Ég vil fyrst verða frábær hér. Real Madrid mun bíða."

„Ég sagði við Mbappe að Real mun koma einn daginn," sagði Vasilyev við franska fjölmiðla.
Athugasemdir
banner
banner