Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 04. nóvember 2019 21:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ítalía: Caprari skoraði sigurmarkið mínútu eftir að hann kom inn á
Mynd: Getty Images
Spal 0 - 1 Sampdoria
0-1 Gianluca Caprari ('90+1 )

Spal tók á móti Sampdoria í uppgjöri tveggja neðstu liðanna í Seríu A í kvöld. Leikurinn var lokaleikur 11. umferðar deildarinnar.

Spal fékk þrjú bestu færi leiksins þangað til í uppbótartíma en leikmönnum liðsins brást bogalistin í öllum færunum. Emil Audero sá við Arkadiusz Reca á 24. mínútu en Reca átti þá þrumuskot úr teignum.

Gianluca Caprari kom inn á hjá Sampdoria á lokamínútu venjulegs leiktíma. Mínútu seinna skoraði hann sigurmark leiksins. Caprari skoraði með skalla eftir að boltinn var laus í teignum. Andrea Petagna var nálægt því að jafna leikinn í kjölfarið en Audero varði vel frá framherjanum.

Sampdoria er með sigrinum komið úr botnsætinu og er nú með 8 stig í þriðja neðsta sætinu. Spal er í botnsætinu með sjö stig, það sama og Brescia.
Athugasemdir
banner
banner
banner