Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 04. nóvember 2019 14:30
Elvar Geir Magnússon
Jónas Næs leggur skóna á hilluna
Jónas Tór Næs varð bikarmeistari með ÍBV 2017.
Jónas Tór Næs varð bikarmeistari með ÍBV 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeyski bakvörðurinn Jónas Tór Næs hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna.

Jónas átti gott tímabil í sumar en hann lék með B36 í Færeyjum. Liðið tapaði fyrir KÍ frá Klaksvík í hreinum úrslitaleik um færeyska meistaratitilinn.

Á ferli sínum lék hann 56 landsleiki fyrir færeyska landsliðið.

Jónas er hálfur Íslendingur en hann lék með Val 2011-2013 og þá lék hann með ÍBV 2017 en það ár varð hann bikarmeistari með liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner