Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. nóvember 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Koeman: Get í fyrsta lagi tekið við Barca næsta sumar
Mynd: Getty Images
Greint var frá því fyrir tveimur vikum að Ronald Koeman, landsliðsþjálfari Hollendinga, væri með klásúlu í samningi sínum sem geri honum kleift að taka við Barcelona.

Sjá einnig: Koeman með klásúlu um Barcelona í samningi sínum

Koeman var spurður út í þetta á dögunum og staðfesti þá að klásúlan virkjast ekki fyrr en eftir EM2020.

„Það verða breytingar á samningnum eftir að EM er lokið," sagði Koeman við hollenska miðilinn NOS.

„Ég get yfirgefið landsliðið fyrir eitt félag, það stendur í klásúlunni. Ég get einnig staðfest að ég mun ekki yfirgefa landsliðið fyrir annað lið en Barcelona."

Holland er í fínum málum í riðli sínum í undankeppninni fyrir EM og allar líkur eru á því að hollenska landsliðið fari beint á EM. Samningur Koeman rennur út eftir HM 2022.
Athugasemdir
banner
banner