Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 04. nóvember 2019 18:00
Magnús Már Einarsson
KR semur við þjálfarateymið til tveggja ára
Jóhannes Karl Sigursteinsson.
Jóhannes Karl Sigursteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Sigursteinsson hefur skrifað undir áframhaldandi samning sem þjálfari KR í Pepsi Max-deild kvenna.

Honum til aðstoðar verður Ragna Lóa Stefánsdóttir og markmannsþjálfarinn Gísli Þór Einarsson.

Þá kemur ný inn í teymið Aníta Lísa Svansdóttir sem einnig þjálfar 2. og 3. flokk kvenna og er til aðstoðar í 4. flokki kvenna. Aníta var áður aðstoðarþjálfari og yngri flokka þjálfari hjá ÍA.

„Öll skrifuðu þau undir tveggja ára samning og er mikil ánægja innan félagsins með ráðningu þeirra sem er liður í áframhaldandi uppbyggingu kvennastarfsins hjá knattspyrnudeild KR," segir á heimasíðu KR.

Jóhannes Karl tók við KR í júlí en Ragna Lóa hafði þá stýrt liðinu í tveimur leikjum eftir að Bojana Besic sagði upp störfum.

KR endaði í 7. sæti í Pepsi Max-deild kvenna síðastliðið sumar. Undanfarnar vikur hafa Ana Victoria Cate, Lára Kristín Pedesen og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir allar samið við félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner