Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. nóvember 2019 07:00
Aksentije Milisic
Lukaku skorað meira en Man Utd frá september
Lukaku og Conte.
Lukaku og Conte.
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku, framherji Inter, hefur byrjað tímabilið af krafti í ítölsku Seríu A. Hann skoraði tvö mörk um helgina og tryggði Inter mikilvægan sigur gegn Bologna.

Lukaku var seldur til Inter frá Manchester United í sumar á 73 milljónir punda. Athygli vakti að United keypti engan framherja í hans stað og hefur liðið átt í miklum vandræðum með markaskorun á þessu tímabili.

Ef talið er frá september þá hefur Lukaku skorað átta deildarmörk í tíu leikjum hjá Inter. Hins vegar hefur allt United liðið einungis skorað sex mörk í sjö deildarleikjum á þessum tíma. Athyglisvert í meira lagi.





Athugasemdir
banner
banner
banner