Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 04. nóvember 2019 15:15
Magnús Már Einarsson
Nacho Gil líklega ekki áfram hjá Þór
Nacho GIl fagnar marki.
Nacho GIl fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Spænski miðjumaðurinn Nacho Gil er væntanlega á förum frá Þór en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag.

Nacho er samningslaus og ólíklegt er að Þór geri nýjan samning við hann.

„Ég myndi ekki segja að það sé 100% að ég verði ekki áfram hjá Þór en þeir hafa ekki sýnt of mikinn áhuga á að semja við mig," sagði Nacho.

Hinn 25 ára gamli Nacho hefur spilað með Þór undanfarin tvö tímabil í Inkasso-deildinni.

Í sumar skoraði hann þrjú mörk í fimmtán leikjum í Inkasso-deildinni en meiðsli settu strik í reikninginn hjá honum. Í fyrra skoraði hann sex mörk í 21 leik með liðinu.

Spænski framherjinn Alvaro Montejo Calleja hefur einnig leikið með Þór undanfarin tvö ár en hann hefur framlengt samning sinn og verður áfram hjá félaginu næsta sumar.

Athugasemdir
banner
banner