Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 04. nóvember 2019 08:30
Aksentije Milisic
Schweinsteiger: Muller ætti að fara til Man Utd
Schweinsteiger fagnar marki á Old Trafford.
Schweinsteiger fagnar marki á Old Trafford.
Mynd: Getty Images
Bastian Schweinsteiger, fyrrverandi leikmaður Man Utd og Bayern Munchen, telur að rétta skrefið fyrir Thomas Muller væri að fara til Man Utd.

Hinn þrítugi Muller hefur mikið verið orðaður við United en hann hefur lítið fengið að spila hjá Bayern undir stjórn Niko Kovac. Kovac var hins vegar rekinn frá Bayern í gær.

Louis Van Gaal reyndi mikið að fá Muller til United árið 2015 en það gekk ekki eftir. Schweinsteiger fór til United fyrr um sumarið það ár og segir hann að Gaal hafi oft spurt hann út í Muller. Bastian segir að það væri gott fyrir Muller að fara til Man Utd.

„Van Gaal vildi mikið fá Muller til liðsins. Hann spurði mig alltaf: 'Hvað er Muller vinur þinn að gera?'. Hann hefði komið sér vel fyrir okkur á þeim tíma," segir Schweinsteiger.

„En Thomas var yngri þá. Hann vildi ekki yfirgefa Munchen, kannski hefur það breyst núna. Hann er í öðruvísi stöðu núna heldur en ég var þegar ég gekk til liðs við United. Ég var að spila alla leiki hjá Bayern, mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt. Thomas er mikið á bekknum, smá breyting fyrir hann væri gott fyrir restina á ferlinum."

Bayern töpuðu 5-1 fyrir Frankfurt um helgina og í kjölfarið fékk Kovac að taka pokann sinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner