mán 04. nóvember 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Segir Emery búinn hjá Arsenal
Mynd: Getty Images
John Cross á Daily Mirror segir að Unai Emery sé kominn á endastöð hjá Arsenal. Cross fjallar ítarlega um Arsenal og hann telur að Emery geti ekki snúið við stöðunni hjá liðinu.

Emery hefur verið harðlega gagnrýndur að undanförnu en liðið hefur einungis náð í níu stig í síðustu ellefu leikjum. Arsenal datt út í enska deildabikarnum í vikunni og eftir tvö jafntefli í röð á heimavelli í úrvalsdeildinni segir Cross að Emery sé búinn hjá Arsenal.

„Ég tel að við séum kominn á þann tímapunkt þar sem Unai Emery er búinn. Ég held að þeir muni ekki reka hann fyrr en kannski um jólin eða þegar topp fjórir verða úr augsýn," sagði Cross á Sky um helgina.

„Mér fannst hann vera röng ráðning. Hluti vandamálsins tengist tungumálaörðuleikum en hann hefur aldrei tengst stuðningsmönnunum. Þegar hann var kynntur á frétamannafundi þá tjáði sig hann á spænsku í gegnum túlk. Þá var orðaval hans fjölbreyttara og skýrara."

„Átján mánuðum síðar hefur hann ekki ennþá náð ásættanlegum tökum á enskunni. Hver er taktíkin hjá honum? Er hann stjóri sem pressar, beitir hann skyndisókn eða vill hann halda boltanum? Við vitum það ekki."

„Félagið sýndi honum mikinn stuðning í sumar og þessi hópur auðveldlega nægilega góður til að ná að enda í topp fjórum og það verður klúður af hálfu Emery ef hann nær því ekki."

„Leikmennirnir eru auðveldlega nægilega góðir þarna. Þú horfir á önnur félög, Arsenal er með betri hóp en Leicester en Brendan Rodgers er betri stjóri og er að ná meira úr leikmönnum sínum."

Innkastið - Brasilíubakverðir Liverpool og Emery grettur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner