Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 04. nóvember 2019 07:30
Aksentije Milisic
Þjálfari Brescia hrósar Balotelli fyrir viðbrögðin í gær
Frá leiknum í gær.
Frá leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Eugenio Corini, þjálfari Brescia, hefur hrósað Mario Balotelli, leikmanni liðsins, fyrir viðbrögð hans við því að hafa orðið fyrir kynþáttaníð í gær. Balotelli sparkaði boltanum upp í stúku og gekk af velli.

Nokkrir leikmenn Brescia létu dómarann vita að þeir hefðu orðið varir við kynþáttafordóma og þá stöðvaði dómari leiksins, Maurizio Mariani, leikinn tímabundið.

„Mario er góður strákur. Hann heyrði eitthvað úr stúkunni og strákarnir í liðinu gerðu vel í að stappa í hann stálinu," sagði Corini.

„Leikurinn hélt svo áfram og Balotelli spilaði vel, þrátt fyrir að vera í slæmu andlegu jafnvægi. Dómarinn gerði líka vel í því að stöðva leikinn tímabundið. Eftir þetta atvik varð leikurinn erfiðari fyrir vikið og við spiluðum í undanlegri stemningu."

Þjálfari Verona, Ivan Juric, vildi hins vegar meina að Balotelli væri að gera úlfalda úr mýflugu.

Athugasemdir
banner
banner