Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   mán 04. nóvember 2024 11:49
Elvar Geir Magnússon
Fékk rautt fyrir að hrækja á dómarann
Mynd: Getty Images
Hector Herrera leikmaður Houston Dynamo fékk rautt spjald í viðureign liðsins gegn Seattle Sounders í úrslitakeppninni í bandaríska fótboltanum.

Herrera var nýbúinn að fá gult spjald fyrir brot þegar hann ákvað að hrækja að dómaranum á 66. mínútu.

Armando Villarreal snéri baki í Herrera þegar hann hrækti og tók ekki eftir því. En VAR dómarinn ráðlagði Villarreal að fara í skjáinn, sem hann gerði og breytti gulu í rautt.

Ótrúlega heimskulegt hjá þessum 34 ára leikmanni sem hefur spilað yfir 100 landsleiki fyrir Mexíkó. Tíu gegn ellefu náði Houston að koma leiknum í vítakeppni en þar hafði Seattle hinsvegar betur.


Athugasemdir
banner
banner
banner