Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 04. desember 2017 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Adams hefur ekki trú á Wenger - Gæti framlengt aftur
Tony Adams stýrði Granada síðustu sjö leiki síðasta tímabils og tapaði öllum.
Tony Adams stýrði Granada síðustu sjö leiki síðasta tímabils og tapaði öllum.
Mynd: Getty Images
Tony Adams lék allan ferilinn hjá Arsenal þar sem hann var fyrirliði í fjórtán ár. Hann lagði skóna á hilluna skömmu eftir aldamót.

Hann lék undir stjórn Arsene Wenger í sex ár og segist bera virðingu fyrir honum sem knattspyrnustjóra en telur hann ekki rétta manninn til að vinna deildina með Arsenal.

Arsenal vann Úrvalsdeildina síðast fyrir 14 tímabilum, þegar liðið fór ósigrað í gegnum heilt tímabil 2003-04.

„Hann er samningsbundinn í 18 mánuði og mér finnst nokkuð augljóst að þetta lið sem hann er búinn að byggja upp getur ekki unnið deildina," sagði Adams við Sky Sports.

„Hann er 68 ára gamall og vill ekki setjast í helgan stein. Það kæmi mér ekki á óvart þó hann myndi skrifa undir aðra samningsframlengingu áður en hann hættir."
Athugasemdir
banner