Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 04. desember 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjölnir fær Eddu Maríu, Helgu og Elísu
Elísa Pálsdóttir, Helga Franklínsdóttir, Edda María Birgisdóttir.
Elísa Pálsdóttir, Helga Franklínsdóttir, Edda María Birgisdóttir.
Mynd: Getty Images
Fjölnir hefur styrkt lið sitt fyrir næsta sumar með þremur leikmönnum; Elísu Pálsdóttur, Helgu Franklínsdóttur og Eddu Maríu Birgisdóttur. Alla hafa þær skrifað undir samninga við Grafarvogsliðið út árið 2019.

„Það þarf ekki að taka fram hversu mikill liðsstyrkur þetta er en samanlagt hafa þessir leikmenn, sem allir eru fæddir árið 1988, spilað 330 KSÍ leiki og skorað í þeim 71 mark ásamt því að hafa unnið Íslandsmeistaratitla og bikartitla. Það er því ljóst að þeim fylgir mikil reynsla inn í lið meistaraflokk kvenna í knattspyrnu. Vitanlega eru þær einnig allar uppaldar í Fjölni," segir í tilkynningu félagsins.

Edda María, lék síðast með RSC Anderlecht í Belgíu og þar áður m.a. Stjörnunni og ÍBV. Hún er öflugur miðjumaður með mikla reynslu.

Elísa hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil í Fjölni. Hún spilaði t.a.m. sinn fyrsta leik árið 2002 fyrir Fjölni, þá 14 ára gömul. Elísa er þekkir Fjölnisliðið út og inn en hún var síðast hjá félaginu 2016.

Helga er sóknarmaður sem hefur skorað 34 mörk í 130 leikjum. Árin 2009-2014 lék hún í efstu deild með Stjörnunni með góðum árangri.

Fjönir vann sér sæti i 1. deild kvenna í haust en liðið endaði í 2. sæti í 2. deildinni. Gunnar Már Guðmundsson hætti sem þjálfari liðsins eftir tímabilið og tók við sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla. Páll Árnason og Rúna Sif Stefánsdóttir munu stýra liðinu í 1. deildinni.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner