Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 04. desember 2017 17:28
Elvar Geir Magnússon
Guardiola ekki refsað eftir samskiptin við Redmond
Guardiola gargar á Redmond.
Guardiola gargar á Redmond.
Mynd: Getty Images
FA, enska knattspyrnusambandið, mun ekki refsa Pep Guardiola en sambandið skoðaði samskipti hans og Nathan Redmond eftir 2-1 sigur Manchester City gegn Southampton í síðustu viku.

Guardiola, sem er stjóri City, sýndi óvenjulega framkomu við Redmond eftir leikinn og virtist sem hann væri að hella sér yfir leikmanninn.

Guardiola og Redmond hafa þó báðir sagt að Spánverjinn hafi í raun verið að hrósa leikmanninum og segja honum hversu góður hann væri.

„Þegar einn af bestu stjórum heims hrósar þér eða gefur ráðleggingar þá hlustar þú. Hann var mjög ástríðufullur og ákafur en hann var bara að hrósa og sýna jákvæðni," segir Redmond.

„Pep hrósaði mér fyrir hæfileikana mína og var ósáttur við hversu lítið ég sótti á hans menn. Hann sagði mér að vera grimmari og reyna að taka andstæðinga á, eins og ég gerði á síðasta tímabili."

„Ég sagði honum einfaldlega að ég væri að gera það sem þjálfarinn hafði beðið mig um."

Guardiola baðst afsökunar á hegðun sinni.



Athugasemdir
banner
banner
banner