mán 04. desember 2017 21:08
Ívan Guðjón Baldursson
Holland: Albert rekinn útaf í tapleik
Albert er fyrirliði íslenska U21 landsliðsins.
Albert er fyrirliði íslenska U21 landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jong PSV 2 - 3 Sittard
1-0 D. Malen ('30)
2-0 S. Lammers ('38)
2-1 S. Askovski ('61)
2-2 L. Semedo ('85, víti)
2-3 S. Askovski ('86)
Rautt spjald: Albert Guðmundsson, Jong PSV ('93)

Albert Guðmundsson var rekinn af velli er Jong PSV tapaði á heimavelli fyrir Sittard í hollensku B-deildinni.

Heimamenn voru tveimur mörkum yfir þegar lið gegnu til búningsklefa, þökk sé mörkum frá Donyell Malen og Sam Lammers.

Stefan Askovski minnkaði muninn snemma í síðari hálfleik og jafnaði Lisandro Semedo úr vítaspyrnu á 85. mínútu. Einni mínútu síðar gerði Askovski sigurmark gestanna.

Albert hafði fengið gult spjald á 66. mínútu og var rekinn útaf á lokamínútum uppbótartímans.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner