Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. desember 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Matip ekki með gegn Spartak - Tæpur fyrir Everton
Matip fer í tæklingu.
Matip fer í tæklingu.
Mynd: Getty Images
Joel Matip, varnarmaður Liverpool, verður ekki með liðinu gegn Spartak Moskvu í Meistaradeildinni á miðvikudag vegna meiðsla á læri.

Liverpool þarf stig í leiknum til að gulltryggja sæti í 16-liða úrslitum.

Matip var ekki með gegn Liverpool í 5-1 sigrinum á Brighton um helgina og hann er tæpur fyrir grannaslaginn gegn Everton á sunnudag.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur hins vegar blásið á sögusagnir þess efnis að Matip verði frá keppni í mánuð.

Joe Gomez var einnig fjarverandi gegn Brighton auk þess sem Ragnar Klavan var að jafna sig eftir veikindi. Miðjumennirnir Emre Can og Georginio Wijnaldum mynduðu því þriggja manna vörn með Dejan Lovren í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner