Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 04. desember 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Pogba í lengra bann?
Powerade
Pogba fékk rauða spjaldið um helgina.
Pogba fékk rauða spjaldið um helgina.
Mynd: Getty Images
Það er innan við mánuður í að félagakskiptaglugginn opni á nýjan leik og ensku blöðin eru með fullt af slúðri.



Sam Allardyce, stjóri Everton, er með Troy Deeney (29) framherja Watford efstan á óskalista sínum fyrir janúar. (ESPN)

Allardyce vill halda Ross Barkley (23) hjá Everton en hann telur þó að miðjumaðurinn fari mögulega frá félaginu í sumar. (Liverpool Echo)

Anonio Conte, stjóri Chelsea, hefur sagt stjórn Chelsea að ganga frá nýjum samninig við Thibaut Courtois (25) og Eden Hazard (26) áður en þeir fara á HM næsta sumar með Belgum. (Express)

Arsenal vill fá Steven N'Zonzi (28) miðjumann Sevilla en hann er á förum eftir ósætti við Eduardo Berizzo þjálfara liðsins. (AS)

Serbneski framherjinn Aleksandar Mitrovic (23) gæti farið frá Newcastle aftur til Anderlecht í janúar. (Chronicle)

Everton, West Ham og Swansea ætla að berjast um Daniel Opare (27) varnarmann Augburg í janúar. (Mail)

Arsenal og Tottenham vilja fá Dani Ceballos (21) miðjumann Real Madrid. (Calciomercato)

Leon Goretzka (22), miðjumaður Schalke, ætlar að segja Manchester United, Arsenal og Barcelona frá framtíðaráætlunum sínum í lok janúar. Félögin hafa öll áhuga á Goretzka. (Goal)

Tottenham er að undirbúa tilboð í Yusuf Yazici (20) miðjumann Trabzonspor. (Sporx)

Gremio hefur sagt Barcelona að miðjumaðurinn Arthur (21) kosti 44 milljónir punda. (Mail)

Olivier Giroud (31) þarf að spila meira til að eiga öruggt sæti í landsliðshópi Frakka. Giroud gæti því farið frá Arsenal á láni í janúar en þetta segir aðstoðarþjálfari Frakka. (Star)

Paul Pogba gæti fengið lengra leikbann en þrjá leiki eftir að hafa klappað á kaldhæðnislegan hátt eftir rauða spjaldið gegn Arsenal um helgina. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner