Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 04. desember 2017 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Poll: Arsenal átti að fá tvær vítaspyrnur
Mynd: Getty Images
Paul Pogba missir af nágranna- og toppslag Manchester United gegn Manchester City um næstu helgi.

Franski miðjumaðurinn fékk rautt spjald fyrir að traðka á Hector Bellerin er Man Utd lagði Arsenal að velli á Emirates.

Rauða spjaldið var nokkuð umdeilt en Graham Poll, einn virtasti dómari frá upphafi ensku Úrvalsdeildarinnar, er sammála dómnum.

„Stærsta atvik leiksins var rétt höndlað af Andre Marriner," skrifar Poll í pistli á Daily Mail.

„Mér finnst í raun magnað að einhver sé að mótmæla því að þetta hafi átt að vera rautt. Það skiptir engu máli hvort þetta hafi verið viljaverk eða ekki.

„Pogba nær ekki boltanum og fer með takkana í Bellerin og setur varnarmanninn þar með í hættu. Allt annað en rautt spjald væri vitleysa."


Poll segir Marriner þó hafa gert tvenn mistök í lokin þegar hann dæmdi ekki vítaspyrnur fyrir Arsenal.

„Arsene Wenger var skiljanlega vonsvikinn með að hafa ekki fengið tvær vítaspyrnur í lokin. Matteo Darmian felldi Danny Welbeck augljóslega innan teigs og Chris Smalling braut svo á Alexandre Lacazette en Marriner dæmdi ekkert."
Athugasemdir
banner
banner
banner