Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 04. desember 2018 20:57
Ívan Guðjón Baldursson
Emil verður frá í þrjá til fjóra mánuði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Hallfreðsson verður frá í þrjá til fjóra mánuði eftir vel heppnaða aðgerð á hné sem hann undirgekkst í gær.

Hann er því tæpur fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM, sem eru gegn Andorra 22. mars og Frakklandi 25. mars.

Emil greindi frá meiðslunum á Instagram síðu sinni í morgun og staðfesti Frosinone fregnirnar í yfirlýsingu í hádeginu.

Miðjumaðurinn þaulreyndi leikur með Frosinone í ítalska boltanum og fékk mikinn spilatíma þar til hann meiddist í október.

Frosinone er í næstneðsta sæti Serie A, með átta stig eftir fjórtán umferðir, fimm stigum frá öruggu sæti.

Emil er 34 ára gamall og var meðal bestu leikmanna Íslands á heimsmeistaramótinu í sumar.
Athugasemdir
banner
banner