Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 04. desember 2018 21:55
Ívan Guðjón Baldursson
England: Sjöundi sigur Man City í röð
Mynd: Getty Images
Watford 1 - 2 Manchester City
0-1 Leroy Sane ('40)
0-2 Riyad Mahrez ('51)
1-2 Abdoulaye Doucoure ('85)

Topplið Manchester City reyndist of stór biti fyrir Watford er liðin mættust í síðasta leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni.

Gestirnir frá Manchester voru betri í fyrri hálfleik og átti Ben Foster stórleik á milli stanganna hjá Watford.

Mark var búið að liggja í loftinu í einhvern tíma þegar fullkomin fyrirgjöf frá Riyad Mahrez rataði beint á Leroy Sane, sem kassaði boltann framhjá Foster.

Englandsmeistararnir verðskulduðu að vera marki yfir í hálfleik og tvöfölduðu þeir forystuna skömmu eftir leikhlé. Mahrez var þar á ferðinni þar sem hann kláraði nokkuð auðvelt færi eftir frábæran undirbúning frá Gabriel Jesus.

Heimamenn tóku við sér eftir seinna markið og voru mun hættulegri á síðasta hálftímanum en áttu erfitt með að koma knettinum í netið.

Abdoulaye Doucoure náði að minnka muninn á lokakafla leiksins þegar boltinn barst til hans eftir atgang í vítateig Man City.

Heimamenn lögðu allt í að reyna að jafna leikinn en meira var ekki skorað og Englandsmeistararnir búnir að vinna sinn sjöunda úrvalsdeildarleik í röð eftir jafnteflið gegn Liverpool.

Þess má geta að Sergio Agüero, Kevin De Bruyne og Raheem Sterling tóku ekki þátt í leiknum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner