Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 04. desember 2018 14:52
Elvar Geir Magnússon
Markvörður Liverpool valinn bestur í ítölsku deildinni
Mynd: Getty Images
Alisson Becker, markvörður Liverpool, skrapp til Mílanó í gærkvöldi til að taka við verðlaunum sem markvörður ársins í ítölsku A-deildinni.

Verðlaunaafhending fór fram og Alisson var heiðraður fyrir frábæra frammistöðu með Roma á síðasta tímabili en Roma hélt marki sínu hreinu sautján sinnum.

Liverpool opnaði veskið og keypti brasilíska markvörðinn fyrir háa fjárhæð en sér ekki eftir því.

Gianluigi Buffon hafði unnið verðlaunin fjögur ár í röð áður en Alisson hlaut heiðurinn í gær.

Sigurvegari kvöldsins var þó Mauro Icardi, sóknarmaður Inter. Hann var valinn leikmaður ársins og fékk verðlaun fyrir flottasta markið.

Icardi skoraði 29 mörk í 34 leikjum á síðasta tímabili.

Massimiliano Allegri, þjálfari Ítalíumeistara Juventus, var valinn þjálfari ársins og þá átti liðið fjóra fulltrúa í liði ársins.

Lið ársins 2018 í ítölsku A-deildinni: Alisson (Roma); Cancelo (Inter), Koulibaly (Napoli), Chiellini (Juventus), Alex Sandro (Juventus); Pjanic (Juventus), Milinkovic-Savic (Lazio), Nainggolan (Roma); Dybala (Juventus); Icardi (Inter), Immobile (Lazio).
Athugasemdir
banner
banner
banner