Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 04. desember 2018 19:30
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo og Messi hlið við hlið á Copa Libertadores?
Ronaldo og Messi.
Ronaldo og Messi.
Mynd: Getty Images
Spænskir fjölmiðlar segja að Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, að flestra mati bestu fótboltamenn heims, muni sitja hlið við hlið á úrslitaleik Copa Libertadores á sunnudaginn.

River Plate og Boca Juniors mætast á Bernabeu, heimavelli Real Madrid, en leikurinn var færður frá Argentínu vegna óláta stuðningsmanna.

Ronaldo og félagar í Juventus eiga leik gegn Inter á föstudaginn en AS segir að Portúgalinn snúi aftur til Madrídar í fyrsta sinn síðan hann gekk í raðir Juve til að vera viðstaddur á úrslitaleiknum.

Messi og félagar í Barcelona eiga leik gegn grönnum sínum í Espanyol á laugardeginum.

Florentino Perez, forseti Real Madrid, vill sameina Ronaldo og Messi í forsetastúkunni á vellinum en oft er talað um harða samkeppni þeirra tveggja.

Ronaldo og Messi hafa báðir unnið Ballon d’Or fimm sinnum.
Athugasemdir
banner