Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 04. desember 2018 15:30
Magnús Már Einarsson
Silva telur að það eigi ekki að sekta Klopp
Marco Silva.
Marco Silva.
Mynd: Getty Images
Marco Silva, stjóri Everton, er ósammála þeirri ákvörðun enska knattspyrnusambandsins að sekta kollega hans Jurgen Klopp fyrir fagnaðarlæti í grannaslag liðanna síðastliðinn sunnudag.

Klopp hljóp inn á völlinn til að fagna sigurmarki Divock Origi en enska knattspyrnusambandið hefur sektað hann um 8000 pund.

„Ég sá ekki hvað Jurgen gerði þegar þetta gerðist. Ég er búinn að sjá þetta núna og þetta er ekki mál af minni hálfu. Þetta eru tilfinningarnar í leiknum. Þetta er eðlilegt. Hann er að fagna," sagði Silva.

„Þetta er ekki eitthvað sem hann hafði planað, það er klárt. Ég veit ekki hvað ég hefði gert ef við hefðum skorað á þessu augnabliki. Ef þú spyrð mig þá ætti ekki að sekta hann en enska knattspyrnusambandið verður að ákveða reglurnar."

„Leikmenn fagna með stuðningsmönnum og sumir fara úr treyjunni. Klopp, ég og aðrir fögnum með stuðningsmönnum eða leikmanni. Ég tel að þetta sé hluti af leiknum og eitthvað sem þú getur ekki stöðvað."

Athugasemdir
banner
banner
banner