fös 04. desember 2020 23:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ef ég væri hann þá myndi ég vera áfram í Liverpool"
Í lífinu er nauðsynlegt að sjá ekki einungis peninga heldur alla fleti
Mynd: Getty Images
Samningur Gini Wijnaldum við Liverpool mun renna út næsta sumar. Hann hefur verið varaður við því að taka ekki ákvörðun út frá þeim peningum sem eru í boði annars staðar. Barcelona er talinn líklegasti áfangastaður hollenska miðjumannsins sem gekk í raðir Liverpool frá Newcastle sumarið 2016.

Gini var varaður við því að feta í fótspor Emre Can. Can fór á frjálsri sölu til Juventus frá Liverpool árið 2018 og var mikið gagnrýndur fyrir en sá þýski fékk vel borgað í Tórínó.

Philipp Degen, fyrrum leikmaður Liverpool og nú umboðsmaður, er sá sem varar Gini við. „Þetta er stór spurning og svipar til stöðunnar sem Can var í," sagði Degen um stöðu hins þrítuga Wijnaldum í viðtali við Liverpool Echo.

„Í fótbolta viltu fá vel greitt fyrir þitt verk en í lífinu er nauðsynlegt að sjá ekki einungis peninga heldur alla fleti."

„Ég veit ekki hvort það sé peningamál en hann er í einu af bestu liðum sögunnar. Hvert er næsta skref? Real Madrid eða kannski Barcelona? Ég veit það ekki fyrir víst en ég held að hann verði ekki stjarnan í þessum liðum. Ef ég væri hann myndi ég hugsa stöðuna mjög vel. Ég þekki ekki stöðuna af hverju hann hefur ekki skrifað undir en kannski vill hann nýja áskorun. En ef ég væri hann þá myndi ég vera áfram í Liverpool."

Athugasemdir
banner
banner
banner