banner
   sun 05. janúar 2020 14:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingur Ó. Íslandsmeistari karla innanhúss
Íslandsmeistararnir.
Íslandsmeistararnir.
Mynd: KSÍ
Víkingur Ólafsvík er Íslandsmeistari karla í Futsal eftir sigur gegn Ísbirninum í framlengdum leik.

Staðan var 3-3 að loknum venjulegum leiktíma, en í framlengingunni skoruðu Ólsarar þrjú mörk gegn einu mark Ísbjarnarins og unnu því 6-4 sigur.

Víkingur Ólafsvík sló Aftureldingu/Hvíta riddarann úr leik í gær á meðan Ísbjörninn tók sig til og sló út ríkjandi meistara Vængi Júpiters.

Víkingur Ólafsvík vann síðast þess keppni árið 2016 eftir 13-3 sigur á KB í úrslitaleik.

Í Íslandsmóti innanhúss kvenna var það Álftanes sem bar sigur úr býtum eftir sigur í öllum sínum sex leikjum. Keppni í kvennaflokki lauk þann 15. desember síðastliðinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner