Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 05. febrúar 2020 18:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: 433/DV 
Alfons sagður í viðræðum við Álasund - Yrði fjórði Íslendingurinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum 433.is er Alfons Sampsted í viðræðum við norska félagið Álasund.

Fyrr í dag var greint frá því að Alfons væri í viðræðum við félag á Norðurlöndunum.

Álasund er komið aftur upp í norsku deildina og ef Alfons semur við félagið hittir hann þar fyrir Hólmbert Aron Friðjónsson, Daníel Leó Grétarsson og Davíð Kristján Ólafsson.

Alfons yrði því fjórði Íslendingurinn í hópnum en þeir voru fjórir á síðustu leiktíð. Aron Elís Þrándarson söðlaði um og samdi við OB í Danmörku eftir síðustu leiktíð.

Alfons er 21 árs gamall hægri bakvörður.
Athugasemdir
banner
banner