mið 05. febrúar 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
Fá leyfi til að vera með flugelda í stúkunni
Mynd: Getty Images
Hamburg í þýsku B-deildinni hefur fengið leyfi til að vera með flugelda í stúkunni í leik gegn Karlsruher um næstu helgi.

Blys og flugeldar eru bannaðar í stúku á fótboltavöllum í Evrópu.

Á síðasta tímabili fékk Hamburg meira en 250 þúsund evrur í sekt á síðasta tímabili þar sem áhorfendur brutu reglur um blys og flugelda.

Hamburg hefur nú fengið leyfi til að láta tíu flugelda fara á loft fyrir leikinn gegn Karlsuher um helgina.

Flugeldarnir fara á loft þegar leikmenn labba inn á völlinn en sérfræðingar munu sjá til þess að allt gangi vel fyrir sig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner