Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 05. febrúar 2020 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ferdinand líkir Greenwood við Owen - Passa álagið
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Leeds og Manchester United, er sérfræðingur hjá BT Sport.

Hann tjáði sig um stöðu Mason Greenwood hjá Manchester United og líkti henni við uppgöngu Michael Owen þegar hann var að springa út hjá Liverpool.

„Vonandi eru leikmenn í klefanum hjá United sem geta verndað Greenwood því ábyrgðin á hans herðar má ekki verða of mikil," sagði Ferdinand um hinn átján ára Greenwood.

„Þegar Owen var að koma upp hjá Liverpool spilaði hann allt of marga leiki. Það verður að hugsa um það líka á þessum aldri."

„Owen myndi líklega segja í dag að hann hefði orðið fyrir meiðslum seinna á ferlinum vegna álagsins á yngri árum, við viljum ekki sjá það gerast hjá Mason."

„Hann er frábær fótboltamaður sem getur átt mörg ár sem einn besti leikmaður landsins,"
sagði Ferdinand að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner