mið 05. febrúar 2020 15:03
Elvar Geir Magnússon
Fyrrum leikmaður Leicester til reynslu hjá Fylki
 Liandro Martis í leik með Macclesfield.
Liandro Martis í leik með Macclesfield.
Mynd: Getty Images
Fylkir er með sóknarleikmanninn Liandro Martis til reynslu hjá sér en þetta kom fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

Hjörvar Hafliðason segir að Martis hafi lagt upp tvö mörk þegar Fylkir slátraði Fram 7-0 í æfingaleik um helgina.

Martis er 24 ára vængmaður, fæddur í Curacao í Karíbahafi, og var í unglingastarfi Feyenoord í Hollandi.

Hann var eftirsóttur 2016 og æfði þá með Manchester United til reynslu áður en hann samdi við Leicester City.

Hann lék ekki neinn leik með aðalliði Leicester en í fyrra lék hann sex leiki með enska D-deildarliðinu Macclesfield Town en fékk ekki áframhaldandi samning.

Fylki var spáð 10. sæti í Pepsi Max-deildinni í ótímabæru spánni um síðustu helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner