Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 05. febrúar 2020 17:00
Elvar Geir Magnússon
Getur ekki fullyrt að Jadon Sancho verði áfram
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Michael Zorc, yfirmaður íþróttamála hjá Borussia Dortmund, segir að engin tilboð hafi borist í Jadon Sancho.

Mikið hefur verið rætt um áhuga frá Chelsea og Manchester United.

Þrátt fyrir að engin tilboð séu komin enn má búast við því að þau muni berast og Zorc getur ekki fullyrt að Sancho verði áfram hjá Dortmund á næsta tímabili.

Hann varð yngsti leikmaður í sögu Bundesligunnar til að ná 25 mörk en hann verður 20 ára í næsta mánuði.

Sancho er kominn með 15 mörk í öllum keppnum á þessu tímabili og 12 í 18 deildarleikjum.

„Ekkert félag hefur enn komið með tilboð. Ég get ekkert sagt um hvað framtíðin ber í skauti sér en get fullyrt að honum líður mjög vel hjá okkur. Annars gæti hann ekki sýnt svona frammistöðu í hverri viku," segir Zorc.

„Hann er magnaður og tekur sér aldrei hvíld á vellinum, hann hjálpar líka á fullu í varnarleiknum. Hann er vinnusamur og fær alla mína virðingu."
Athugasemdir
banner
banner