mið 05. febrúar 2020 22:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hasenhuttl: Skiptir ekki máli að vera betra liðið í bikarleik
Mynd: Getty Images
„Síðasta korterið vörðumst við ekki nægilega vel, við vorum hins vegar fullkomnir fyrsta hálftímann í seinni hálfleiknum," sagði Ralph Hasenhuttl, stjóri Southampton, eftir svekkjandi tap gegn Tottenham í 4. umferð enska bikarsins.

„Við hefðum átt að gera betur í mörkum þeirra en nú, eftir mikla leikjatörn, er tími til að hvílast."

„Í enska bikarnum snýst þetta ekki um að vera betra liðið. Þetta snýst um úrslit og Jose Mourinho náði þeim úrslitum sem við vildum."

Hassenhuttl var einnig spurður út í meiðsli James Ward-Prowse en hann var borinn af velli í fyrri hálfleik með skurð á hnénu.

„Ég held að meiðslin séu ekki slæm, ég held að þetta sé bara skurður á hneénu. Það eru jákvæðar fréttir finnst mér,"< sagði Hasenhuttl að lokum.
Athugasemdir
banner
banner