Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 05. febrúar 2020 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ighalo: Rashford mögulega besti ungi leikmaður Evrópu í dag
Mynd: Getty Images
Odion Ighalo varð leikmaður Manchester United seint á föstudagskvöldið í síðustu viku. Hann mun leika með félaginu út þessa leiktíð á láni frá Shanghai Shenhua.

Ighalo verður í samkeppni við Anthony Martial og Mason Greenwood um framherjastöðuna og svo mun Marcus Rashford bætast í hópinn þegar hann snýr til baka úr meiðslum.

„Greenwood er mjög öflugur og Martial býr yfir miklum hæfileikum," sagði Ighalo í viðtali í dag.

„Rashford er svo að mínu mati einn besti, ef ekki besti, ungi leikmaðurinn í Evrópu í dag. Hann skorar mörk, hann er snöggur og býr yfir góðri tækni."

„Það er gott fyrir mig að æfa og spila með þessum leikmönnum. Við viljum allir að liðið endi tímabilið á góðum nótum,"
bætti Ighalo við.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner